Bílaframleiðandinn Ford hefur í hyggju að fækka starfsfólki sínu í Evrópu um 3.800 á næstu þremur árum.

Markmið niðurskurðarins er að lækka kostnað og auka þannig hagnað félagsins.

Helsta keppikefli bílaframleiðandans nú og til framtíðar er að setja aukið púður í framleiðslu rafbíla.