Hluthafar Tesla munu kjósa til að samþykkja launapakka Elon Musk að sögn nokkurra sem þekkja til málsins. Reuters greinir frá kosningunni í dag og segir að hún endurspegli jákvæð viðhorf hluthafa gagnvart forystu Musk innan fyrirtækisins.
Upphaflegi launapakkinn hljóðaði upp á 55,8 milljarða dali, sem samsvarar um 7.780 milljörðum króna, en núverandi launapakki hljóðar upp á 6.414 milljarða á gengi dagsins.
Niðurstaða kosningarinnar verður tilkynnt klukkan hálf níu í kvöld að íslenskum tíma. Musk hefur staðið frammi fyrir langri lagalegri baráttu til að sannfæra dómara í Delaware-ríki sem ógilti pakkann og sagði hann óskiljanlegan.
Norski olíusjóðurinn kaus einnig gegn launapakkanum á dögunum og sagði að stærð hans væri áhyggjuefni en sjóðurinn átti um 1% hlut í Tesla í lok árs 2023.