Bandaríski tískurisinn Nike segir að fyrirtækið megi búast við 10% samdrætti í sölu á ársfjórðungnum í ljósi vaxandi samkeppni frá fyrirtækjum eins og On og Hoka.

Tilkynningin varð til þess að hlutabréf í Nike lækkuðu um 12% í dag og gæti þýtt 15 milljarða dala tap á markaðsvirði ef lækkunin heldur áfram.

Bandaríski tískurisinn Nike segir að fyrirtækið megi búast við 10% samdrætti í sölu á ársfjórðungnum í ljósi vaxandi samkeppni frá fyrirtækjum eins og On og Hoka.

Tilkynningin varð til þess að hlutabréf í Nike lækkuðu um 12% í dag og gæti þýtt 15 milljarða dala tap á markaðsvirði ef lækkunin heldur áfram.

Nike er stærsta íþróttafatafyrirtæki í heimi en fjárfestum var sagt að fyrirtækið standi frammi fyrir minni eftirspurn á alþjóðlegum mörkuðum, þar á meðal frá Kína. Nike horfir þó bjartsýnisaugum á Ólympíuleikana í París og vonast til að leikarnir muni ýta undir fleiri sölu.

Í augnablikinu er Nike helsti styrktaraðili á treyjum EM 2024 og styrkja þeir níu landslið, þar á meðal England, Frakkland og Portúgal.