Svo virðist sem íþróttavörurisinn Nike bindi miklar vonir við markaðssetningu í tengslum við Ólympíuleikana í París en Kevin Knight, einn stofnenda Nike, biðlaði til „Nike-fjölskyldunnar“ með sjaldgæfri orðsendingu um viku áður en leikarnir hófust.
Svo virðist sem íþróttavörurisinn Nike bindi miklar vonir við markaðssetningu í tengslum við Ólympíuleikana í París en Kevin Knight, einn stofnenda Nike, biðlaði til „Nike-fjölskyldunnar“ með sjaldgæfri orðsendingu um viku áður en leikarnir hófust.
„Við þörfnumst ykkar. Heimurinn þarfnast ykkar. Nú meira en nokkru sinni fyrr,“ sagði Knight í bréfi sem Bloomberg hefur undir höndum. Nike hefur aldrei eytt jafn miklu í markaðssetningu í tengslum við Ólympíuleikana en róðurinn hefur verið þungur undanfarið.
Fyrirtækið réðst í tveggja milljarða dala aðhaldsaðgerðir, þar á meðal uppsagnir sem náðu til um 2% starfsliðsins, eftir að greint var frá væntanlegum tekjusamdrætti.