Dagslokagengi japönsku úrvalsvísitölunnar Nikkei 225 hækkaði um 2,19% í dag og stóð vísitalan í 39.098,7 stigum. Er það í fyrsta sinn sem vísitalan er yfir 39.000 stigum við lokun markaða.

Vísitalan hefur ekki hærri í 34 ár en síðasta met var slegið 29. desember 1989.

Hlutabréf í Asíu hækkuðu hressilega eftir að tæknirisinn Nvidia birti uppgjör fyrir fjórða ársfjórðung. Tekjur félagsins á fjórðungnum hækkuðu um 265% milli ára.

Dagslokagengi japönsku úrvalsvísitölunnar Nikkei 225 hækkaði um 2,19% í dag og stóð vísitalan í 39.098,7 stigum. Er það í fyrsta sinn sem vísitalan er yfir 39.000 stigum við lokun markaða.

Vísitalan hefur ekki hærri í 34 ár en síðasta met var slegið 29. desember 1989.

Hlutabréf í Asíu hækkuðu hressilega eftir að tæknirisinn Nvidia birti uppgjör fyrir fjórða ársfjórðung. Tekjur félagsins á fjórðungnum hækkuðu um 265% milli ára.

Veiking japanska jensins hefur stuðlað að hækkun á hlutabréfaverði japanskra félaga.

Árið hefur byrjað vel á japanska hlutabréfamarkaðnum en hlutabréf þar í landa hafa verið á mikilli uppleið síðustu mánuði.

Í síðustu viku var þó greint frá því að japanska hagkerfið hefði dregist saman um 0,4% á síðust ársfjórðungi 2023. Landsframleiðsla í Japan dróst einnig saman um 3,3% á ársfjórðungnum þar á undan og útlit er fyrir að Japanir missi bráðlega stöðu sína sem þriðja stærsta hagkerfi heims.