Nikki Haley, fyrrum ríkisstjóri Suður-Karolínu, tilkynnti í dag um hún muni bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hún er fyrsti einstaklingurinn til að bjóða sig fram gegn Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta, í forvali Repúblikana fyrir forsetakosningarnar haustið 2024.

Haley tilkynnti um forsetaframboð sitt í þriggja mínútna myndbandi á samfélagsmiðlum. Hún minntist ekki á Trump en sagði að það væri „kominn tími á nýja kynslóð leiðtoga“ m.a. til að enduruppgötva aðhald í ríkisfjármálum og efla öryggisgæslu á landamærum.

Haley hyggst ráða nánar um framboð sitt fyrir framan áhorfendur í borginni Charlseton í Suður-Karólínu á morgun.

North Star Opinion Research, félaga á vegum Repúblikana, kannaði fylgi tíu mögulegra frambjóðenda í síðasta mánuði. Ron DeSantis, fylkisstjóri Flórída, var með mesta fylgið eða um 39%. Trump fylgdi þar á eftir með 28% fylgi, Mike Pence, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, var með 9% fylgi og þar á komu Haley og fyrrum þingkonan Liz Chaney með 4% fylgi hvor.