Bandaríski bílaframleiðandinn Nikola hefur sótt um greiðslustöðvun en fyrirtækið hefur glímt við mikla fjárhagslega erfiðleika undanfarin misseri.
Á vef CNN segir að með ákvörðun Nikola sé verið að ljúka krefjandi tímabili hjá fyrirtækinu sem verið að glíma við dræma sölu og hríðlækkandi hlutabréfaverð.
Nikola hafði sérhæft sig í framleiðslu þungra rafknúinna vörubíla en fyrirtækið var það fyrsta til að selja tvinnbíla sem gengu fyrir bæði rafmagni og metangasi.
Árið 2023 þurfti Nikola hins vegar að kalla inn 209 bíla eftir eldsvoða og náði félagið sér ekki aftur fyrr en greint var frá nýjum forstjóra í september á því ári.
Fyrirtækið mun halda áfram starfsemi fyrir flutningabíla þar til loka mars en Nikola hefur hafið söluferli á eignarsafni sínu til að hámarka gróða og tryggja hagkvæmt endurskipulagningarferli.