Fyrirtækið SharkNinja, sem framleiðir ýmiskonar heimilistæki, var stofnað fyrir 30 árum í Massachusetts í Bandaríkjunum.

Fyrirtækið SharkNinja, sem framleiðir ýmiskonar heimilistæki, var stofnað fyrir 30 árum í Massachusetts í Bandaríkjunum.

Vörumerkið, sem oftast er kallað Ninja í daglegu tali, hefur náð miklum vinsældum hin síðari ár og þekkja Íslendingar það ágætlega enda margir sem eiga loftsteikingarpott (e. air-fryer) eða blandara frá Ninja.

Um mitt síðasta ár var fyrirtækið skráð markað í Bandaríkjunum og á síðustu tólf mánuðum hefur hlutabréfaverðið hækkað um 155%.