Nintendo og samstarfsaðili þess, The Pokémon Company, hafa höfðað mál gegn framleiðanda ævintýraleiksins Palworld vegna meints höfundarréttarbrots. Leikurinn hefur fengið viðurnefnið Pokémon með byssur og var hann frumsýndur árið 2021.

Nokkrum dögum eftir að leikurinn var gefinn út í janúar á þessu ári tilkynnti Pokémon Company að það myndi hefja rannsókn á fullyrðingum um höfundarréttarbrot.

Nintendo og samstarfsaðili þess, The Pokémon Company, hafa höfðað mál gegn framleiðanda ævintýraleiksins Palworld vegna meints höfundarréttarbrots. Leikurinn hefur fengið viðurnefnið Pokémon með byssur og var hann frumsýndur árið 2021.

Nokkrum dögum eftir að leikurinn var gefinn út í janúar á þessu ári tilkynnti Pokémon Company að það myndi hefja rannsókn á fullyrðingum um höfundarréttarbrot.

Fyrirtækið sem framleiðir Palworld, Pocketpair Inc, hefur ekki svarað fyrirspurnum BBC en hefur áður sagt að leikurinn hefði staðist mat lögfræðinga. Nintendo segir hins vegar að leikurinn brjóti í bága við einkaleyfisrétt fyrirtækisins.

Palworld hefur öðlast gríðarlegar vinsældir frá útgáfu en meira en 25 milljónir manns spila leikinn um allan heim. Leikurinn snýst um að safna undarlegum verum sem hafa mismunandi krafta, rétt eins og Pokémon.