Japanskir embættismenn reyndu að fá Nissan og Honda í viðræður um samruna fyrr í ár en bæði fyrirtækin eru sögð hafa hafnað hugmyndinni um leið. Fréttirnar eru einn eitt merkið um auknar áhyggjur í Japan um framtíð bílaiðnaðarins.
Heimsfaraldurinn, aukinn eftirspurn eftir rafbílum og fjárfesting tæknifyrirtæki í sjálfkeyrandi bílum hefur sett pressu á bílaframleiðendur að sameinast eða fara í samstarf. Tilkynnt var um samruna PSA, móðurfélags Peugeot, og Fiat Chrysler í lok síðasta árs. Ford og Volkswagen hófu einnig alþjóðlegt samstarf á síðasta ári til að lækka kostnað.
Japan á í dag átta stóra bílaframleiðendur en þar ef eru fjórir – Mazda, Subaru, Suzuki og Daihatsu – í krosseignatengslum (e. cross-shareholdings) við Toytota, nærst stærsta bílaframleiðanda í heiminum. Nissan á í samstarfi við franska bílaframleiðandann Renault og Mitsubishi Motors.
Hugmyndin um samruna Nissan og Honda á að hafa sprottið upp vegna áhyggja ráðgjafa Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, um stöðu samstarfs Nissan og Renault vegna handtöku Carlos Ghosn, fyrrum forstjóra Nissan, árið 2018 .
Stjórnendur Honda voru ekki spenntir fyrir hugmyndinni og bentu á flókna fjármagnsskipan Nissan og Renault. Stjórnendur Nissan voru mótfallnir hugmyndinni en þeir vilja fremur leggja höfuðáherslu á að koma núverandi bandalagi á rétta braut.
„Einungis þeir sem skilja ekki bílaiðnaðinn myndu telja samruna Nissan og Honda vera skynsamlegan,“ á einn stjórnandi Nissan að hafa sagt, samkvæmt frétt Financial Times .