Starfs­menn endur­skoðunar- og ráðgajafafyrir­tækisins Deloitte þurfa að vinna heima næstu daga en fyrir­tækið vinnur nú að því að flytja úr Turninum í Kópa­vogi niður á Dal­veg 30.

Á­ætlanir stóðu til að byrja fyrsta vinnu­daginn á Dal­veginum á morgun en það gekk ekki eftir og munu starfs­menn hefja störf þar mið­viku­daginn 4. októ­ber.

Deloitte þarf hins vegar að skila af sér skrif­stofu­rými sínu í Turninum fyrir mánaða­mót.

„Það er verið að klára að græja skrif­stofu­hús­næðið núna. Það er verið að klára að ganga frá skrif­borðum og sitt lítið af hverju. Þetta er ekkert dramatískt,“ segir Þor­steinn Pétur Guð­jóns­son, for­stjóri Deloitte, léttur.

Starfs­menn endur­skoðunar- og ráðgajafafyrir­tækisins Deloitte þurfa að vinna heima næstu daga en fyrir­tækið vinnur nú að því að flytja úr Turninum í Kópa­vogi niður á Dal­veg 30.

Á­ætlanir stóðu til að byrja fyrsta vinnu­daginn á Dal­veginum á morgun en það gekk ekki eftir og munu starfs­menn hefja störf þar mið­viku­daginn 4. októ­ber.

Deloitte þarf hins vegar að skila af sér skrif­stofu­rými sínu í Turninum fyrir mánaða­mót.

„Það er verið að klára að græja skrif­stofu­hús­næðið núna. Það er verið að klára að ganga frá skrif­borðum og sitt lítið af hverju. Þetta er ekkert dramatískt,“ segir Þor­steinn Pétur Guð­jóns­son, for­stjóri Deloitte, léttur.

„Það var vitað að við myndum þurfa að vera ein­hverja daga heima. Það eru nokkrir dagar sem fólkið okkar þarf að vera heima að vinna eða vinna hjá við­skipta­vinum“ segir Þor­steinn.

„Við vorum með leigu­samning við Turninn út þennan mánuð og síðan erum við að taka við hinu í næstu viku. Þetta hittist svona nokkurn veginn á nema fyrir utan þessa nokkra daga.“

Sam­kvæmt heimildum Við­skipta­blaðsins þurfti að ráðast í inn­réttinga­vinnu á nýju hús­næðinu en Þor­steinn segir það nú bara smá­vægi­legt og ekki á­stæðu þess að flutningar fyrir helgi gangi ekki eftir.

„Það er ein lögn í eld­húsi sem færð um nokkra senti­metra en það var ekki á­stæðan,“ segir Þor­steinn.