Fyrirtækið Nómína, sem er í eigu sex nemenda við Verslunarskóla Íslands; Orra Einarssonar, Söndru Diljár Kristinsdóttur, Össurar Antons Örvarssonar, Tómasar Pálmars Tómassonar, Dagnýjar Rósar Björnsdóttur og Ólafs Inga Jóhannessonar, var valið fyrirtæki ársins 2023 í samkeppni Ungra frumkvöðla, Junior Achievement á Íslandi.

Uppskeruhátíðin fór fram í höfuðstöðvum Arion banka fimmtudaginn 27. apríl. Mun Nomína keppa fyrir hönd Íslands, í Evrópukeppni Ungra frumkvöðla – GEN_E 2023 sem fer fram í Istanbúl, Tyrklandi dagana 11. – 14. júlí.

Um 6.000.000 nemenda hófu keppni í 40 Evrópulöndum og verður eitt lið valið frá hverju landi til að keppa um „Junior Achievement Company of the Year – GEN_E 2023“

30 fyrirtæki frá 15 framhaldsskólum voru valin úr hópi 160 fyrirtækja sem 700 nemendur stofnuðu á önninni, til að taka þátt í úrslitum Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla 2023.

Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka og Ragnheiður Jóhannesdóttir þjónustustjóri veittu verðlaun og viðurkenningar til eftirfarandi fyrirtækja:

Hér að neðan má sjá eigendur Nómína, en þau munu keppa fyrir hönd Íslands í Alþjóðlegri fyrirtækjakeppni í Tyrklandi í sumar.