Noona, sem rekur samnefnt bókunarapp, segir að opnað verði fyrir borðbókanir á smáforriti fyrirtækisins á næstunni og mun veitingahúsum bjóðast að nýta kerfið fyrir fast mánaðargjald.

Í tilkynningu segir að sjö veitingahús hafi þegar innleitt borðbókunarkerfi Noona, þar á meðal Bastard, Laundromat og Kastrup.

Noona, sem rekur samnefnt bókunarapp, segir að opnað verði fyrir borðbókanir á smáforriti fyrirtækisins á næstunni og mun veitingahúsum bjóðast að nýta kerfið fyrir fast mánaðargjald.

Í tilkynningu segir að sjö veitingahús hafi þegar innleitt borðbókunarkerfi Noona, þar á meðal Bastard, Laundromat og Kastrup.

Noona keypti nýlega SalesCloud en Jón Hilmar Karlsson, stjórnarformaður Noona, segir að kaupin hafi opnað augu þeirra fyrir eftirspurn veitingamanna eftir samkeppnishæfu borðabókunarkerfi á viðráðanlegu verði.

„Eftir kaupin fundaði ég með viðskiptavinum SalesCloud til að kynnast fyrirtækjunum og skilja hvað skiptir þau máli. Í gegnum þau samtöl kom í ljós að veitingamenn eru ekki ánægðir með stöðuna á borðabókunarmarkaðnum, sérstaklega þegar kemur að verðlagningunni, og höfðu áhuga á að geta verið með borðabókanir í gegnum Noona. Við ákváðum að svara því kalli,“ segir Jón.

Um 125.000 notendur nota Noona-appið til að bóka sér tíma í ýmsar þjónustur. Noona vann einnig nýlega til verðlauna sem App ársins hjá SVEF og var valið mest meðmælta vefkerfið í könnun Maskínu.