Nor­ræni bankinn Nor­dea gæti fengið allt að 6,5 milljarða danskra króna sekt vegna í­trekaðra brota á peninga­þvættis­lög­gjöf Dan­merkur, sam­kvæmt Børsen sem hefur á­kæru gegn bankanum undir höndum.

Líkt og greint var frá í síðustu viku á­kváðu sak­sóknarar í Dan­mörku fyrir stór­felld brot gegn á árunum 2012 til 2015 en málið snýr að gjald­eyris­við­skiptum fyrir um 26 milljarða danskra króna eða 520 milljarða ís­lenskra króna á gengi dagsins.

Nor­ræni bankinn Nor­dea gæti fengið allt að 6,5 milljarða danskra króna sekt vegna í­trekaðra brota á peninga­þvættis­lög­gjöf Dan­merkur, sam­kvæmt Børsen sem hefur á­kæru gegn bankanum undir höndum.

Líkt og greint var frá í síðustu viku á­kváðu sak­sóknarar í Dan­mörku fyrir stór­felld brot gegn á árunum 2012 til 2015 en málið snýr að gjald­eyris­við­skiptum fyrir um 26 milljarða danskra króna eða 520 milljarða ís­lenskra króna á gengi dagsins.

Nor­dea reyndi að gera sátt í málinu og bauðst til að greiða 700 milljónir danskra króna, eða um 14 milljarða króna, í sekt en yfir­völd í Dan­mörku höfnuðu því og fór því málið fyrir dóm.

Flest við­skiptin tengjast úti­búi Nor­dea í Nørrebro við gjald­eyris­miðla­fyrir­tæki tengd rúss­neskum stór­við­skipta­vinum bankans.

Brot Nor­dea fengu ítar­lega um­fjöllun hjá TV 2 árið 2018 en þar var farið yfir hvernig gjald­eyris­miðla­fyrir­tækið New Tra­vel & Exchange pantaði 500 evru seðla frá úti­búi Nor­dea í Nørrebro fyrir 210 milljónir danskra króna.

Þrátt fyrir að yfir­völd höfðu varað alla banka landsins við því að 500 evru seðillinn væri vin­sæll meðal glæpa­manna voru um 97% af öllum gjald­eyris­við­skiptum New Tra­vel & Exchange við Nor­dea með 500 evru seðla.

Í frétt Børsen segir að þrátt fyrir að enginn kaupi mat­vörur með 500 evru seðli hafi þetta verið ein­hver vin­sælasti seðillinn í úti­búi Nor­dea í Nørrebro árum saman.

Fjár­mála­eftir­lit Dan­merkur hóf rann­sókn á brotum Nor­dea árið 2015 og nú átta árum seinna fer málið fyrir dóm­stóla þar sem samninga­við­ræður Nor­dea og yfir­valda hafa ekki borið árangur.

Nor­dea sendi frá sér til­kynningu á föstu­daginn þar sem bankinn hafnar því al­farið að hafa farið á svig við lög.

Bankinn sagðist ó­sam­mála túlkun danskra yfir­valda á peninga­þvættis­lög­gjöfinni.