Peninga­stefnu­nefnd norska Seðla­bankans hækkaði stýri­vexti um 25 punkta í dag og færði þannig megin­vexti bankans í 4,5%.

Sam­kvæmt yfir­lýsingu nefndarinnar er verð­bólga enn of há heima fyrir og sagði nefndin lík­legt að vextir verði í 4,5% í þó nokkurn tíma.

„Stýri­vextir eru lík­legast á þeim stað sem þarf til að ná verð­bólgunni niður á skikkan­legum tíma,“ segir í yfir­lýsingu bankans sem Bar­rons greinir frá.

Óbreyttir vextir út árið 2024

Ida Wolden Bache, seðla­banka­stjóri Noregs, sagði lík­legt að vextir verði ó­breyttir út allt næsta ár. Bache viður­kenndi þó að efna­hags­um­svif í Noregi væru að dragast saman en verð­bólgan væri engu að síður allt­of há.

Kjarna­verð­bólga, sem undan­skilur sveiflu­kennda vöru­flokka í mat­væla- og orku­geiranum, mældist 5,8% í Noregi í nóvember.