Alls seldust tæplega 8 milljónir hreinna rafbíla í heiminum í fyrra. Í heildina seldust tæplega 81 milljón fólksbíla og er sala rafbíla því um 10% af heildinni og hefur hlutfallið aldrei verið hærra að því er segir í Wall Street Journal.
Aukningu í sölu rafbíla má fyrst og síðast rekja til Kína. Af öllum nýjum bílum, sem seldust í landinu, voru um 19% hreinir rafbílar. Í Evrópu var þetta hlutfall 11%. Norðmenn eru í sérflokki í heimsálfunni en þar voru um 79% af öllum seldum fólksbílum í fyrra rafbílar. Í Þýsklandi var þetta hlufall 25%.
Í heildina dróst sala nýrra fólksbíla saman um 1% á heimsvísu í fyrra. Mesti samdrátturinn var í Bandaríkjunum eða 8% og í Evrópu, þar sem salan dróst saman um 7%. Í Kína jókst sala fólksbíla hins vegar um 4% í heildina.