Norska ríkið hefur eignast 6,4% hlut í flugfélaginu Norwegian, samkvæmt kauphallartilkynningu félagsins. Ríkið ákvað að umbreyta breytanlegu láni, sem það veitti flugfélaginu í Covid-faraldrinum, í hlutafé.

Forstjóri Norwegian, Hans-Jørgen Wibstad, fagnaði ákvörðun ríkisins í samtali við NRK í morgun og sagði að þetta væru góðar fréttir fyrir flugfélagið. Hann bætti við að félagið hafi átt í góðu samstarfi við norsk stjórnvöld á undanförnum árum.

Norwegian tapaði 756 milljónum norska króna á fyrsta ársfjórðungi, eða sem nemur 9,6 milljörðum íslenskra króna, samanborið við 904 milljónir norskra króna á sama tímabili árið áður.