Gros­venor, fast­eigna­fyrir­tæki her­togans af West­min­ster, hefur selt 306 milljóna punda hlut í hinu sögu­fræga Mayfair-hverfi í London til norska olíu­sjóðsins. Sam­svarar það um 53 milljörðum ís­lenskra króna á gengi dagsins.

Sam­kvæmt Financial Times markar salan stærstu aðkomu utan­aðkomandi fjár­festa í sögu Mayfair-hverfisins, sem hefur verið undir stjórn Gros­venor-fjöl­skyldunnar frá 18. öld.

Olíu­sjóðurinn, sem er stærsti þjóðar­sjóður heims með eignir að virði 1,7 billjóna dala (e.trillion), mun eignast 25% hlut í nýju sam­starfs­verk­efni sem metið er á 1,2 milljarða punda.

Gros­venor mun áfram sjá um stýringu og rekstur eigna­safnsins sem inni­heldur 175 byggingar í kringum Mount Street og Gros­venor Street, en þar er að finna meðal annars hið sögu­fræga Conn­aug­ht-hótel.

Stór ákvörðun fyrir Grosvenor

„Þetta er gríðar­lega mikilvæg ákvörðun fyrir okkur,“ sagði James Raynor, fram­kvæmda­stjóri fast­eigna­deildar Gros­venor í Bret­landi. „Við veltum þessu lengi fyrir okkur. En að halda stjórn og halda eignunum í okkar um­sjón var afar mikilvægt.“

Fjár­festing norska olíu­sjóðsins markar fyrstu stóru aðkomu sjóðsins að fast­eigna­markaði í London síðan 2018.

Sjóðurinn á þegar hlut í Regent Street í sam­starfi við Crown Esta­te og auk hlut í Pollen Esta­te í fyrra sem sjóðurinn fjár­festi í árið 2014.

Sjóðurinn hefur einnig fest kaup á Mea­dowhall-verslunar­miðstöðinni í Sheffi­eld og er meðal stærstu fjár­festa í skráðum fast­eignafélögum í London eins og Great Port­land Esta­tes.

„Við höfum trú á langtíma­verðmæta­sköpun í West End,“ segir Jayesh Patel, yfir­maður fast­eigna­fjár­festinga sjóðsins í Bret­landi.

Endur­skipu­lagning og langtímasýn

Sam­starfs­verk­efnið er hluti af stærra eigna­safni Gros­venor í Bret­landi, sem er metið á 4,8 milljarða punda en fyrir­tækið heldur eignarrétti að jörðunum sjálfum.

Þrátt fyrir að eignir í Mayfair og Bel­gravia séu mjög verðmætar skila þær lægri ávöxtun en áhættu­samari verk­efni.

Gros­venor hyggst nota hluta af sölu­and­virðinu til að fjár­magna lána­starf­semi fyrir íbúða­upp­byggingu um Bret­land.

„Þessi nálgun tryggir okkur betra jafn­vægi,“ sagði Raynor. Hann bætti við að fyrir­tækið hafi kosið að selja hlut í stað þess að taka lán, þar sem Gros­venor væri „mjög langtíma­miðað fyrir­tæki“ með íhalds­sama skulda­stefnu.

Gros­venor hyggst nýta fjár­magnið til að fjár­magna 1,3 milljarða punda þróunar­verk­efni næsta ára­tuginn, sem inni­heldur endur­skipu­lagningu á Gros­venor Square og 500 milljóna punda þróunar­verk­efni í kringum South Mol­ton Street, nálægt Bond Street-lestar­stöðinni, í sam­starfi við japanska fyrir­tækið Mitsui Fu­dosan.