Tap norska olíusjóðsins nam 374 milljörðum norskra króna á þriðja ársfjórðungi 2023, eða sem nemur 4.657 milljörðum íslenskra króna. Arðsemi fjárfestinga var neikvæð um 2,1% á tímabilinu og rýrnuðu allar eignir sjóðsins í verði.
Að sögn Trond Grande, aðstoðarforstjóra sjóðsins, var fjórðungurinn verri á hlutabréfamarkaði en á fyrri helmingi ársins þar sem tækni- og iðngreinar höfðu helst áhrif til verri vegar.
Sjóðurinn er sá stærsti sinnar tegundar í heiminum og var metinn á 14.801 billjón (þúsund milljarða) norskar krónur í lok september.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði