Sænski rafhlöðuframleiðandinn Northvolt stendur á tímamótum. Félagið glímir nú við alvarlegan fjárhagsvanda eftir að viðræður um skammtímafjármögnun hafa siglt í strand. Northvolt íhugar nú m.a. að sækja um gjaldþrotavernd samkvæmt 11. kafla í bandarískum lögum.

Í ljósi aukinnar áherslu stjórnvalda á orkuskipti hefur fyrirtækið verið talið helsta von Evrópu um rafhlöðuframleiðslu innan álfunnar. Fyrirtækið hefur aflað yfir fimmtán milljarða dollara í fjármögnun frá félögum á borð við Volkswagen, Goldman Sachs og Siemens.

Þrátt fyrir það hefur Northvolt átt í erfiðleikum með að fullnýta framleiðslugetu verksmiðju sinnar í Skellefteå í Norður-Svíþjóð, sem hefur leitt til fjármagnsvandræða.