Bandaríska flugfélagið American Airlines hefur ákveðið að leyfa farþegum að deila upplýsingum frá AirTag-staðsetningartækjum sínum til að geta aðstoðað farþega við að finna týndar töskur.

Sífellt fleiri Bandaríkjamenn notast við þessa tækni á ferðalögum sínum og geta nú viðskiptavinir American Airlines búið til hlekk í gegnum Apple-símana sína.

Apple kynnti á síðasta ári þann möguleika að deila staðsetningu týndra hluta með þriðja aðila og er nú hægt að senda hlekk með AirTag-staðsetningu.

„Þessi tækni er nauðsynleg fyrir notendur um allan heim til að geta fylgst með og fundið týndar eigur. Tæknin hefur reynst notendum á ferðalagi vel og veitir ómetanlegar upplýsingar þegar töskur hafa týnst,“ segir