Hundruðir mótmælenda höfðu ætlað sér að ferðast til miðhéraðs Henan í vikunni til að mótmæla lokunum viðskiptabanka á innistæðum sínum. Innistæðurnar nema að minnsta kosti 178 milljónir dala en lokunin hefur gert fyrirtækjum ófært að greiða starfsmönnum sínum laun og lokað á innistæður einstaklinga. Reuters greinir frá.

Yu Zhou Xin Min Sheng Village Bank, Shangcai Huimin Country Bank og Zhecheng Huanghuai Community Bank frystu innlánin 18. apríl en sögðu ástæðu frystingarinnar vera uppfærsla á innri kerfum.

Innistæðueigendurnir tóku eftir því á leið sinni til Henan að þeir hefðu fengið rauða meldingu á heilsufarsappi sínu en appið hefur verið notað til að sporna gegn útbreiðslu faraldursins. Án græns kóða missa borgararnir aðgang að almenningssamgöngum og rýmum eins og veitingastöðum og verslunarmiðstöðvum auk réttar síns til að ferðast um landið.

Fjöldi einstaklinga hafa deilt sinni frásögn af atvikinni en þeir eiga það sameiginlegt að heilsufarskóðinn þeirra varð rauður um leið og ljóst var að þeir væru að ferðast til Hunen héraðs til að sækja mómælin.