Rekstrar­reikningur raf­tækja­verslunarinnar GameStop hefur ekki litið vel út síðast­liðin ár er verslunar­keðjan hefur ekki náð að sækja fram á netinu sam­hliða því að sölu­tölur í verslunum dragast saman á hverju ári.

Hluta­bréfa­verð GameStop hefur þó hækkað um 2.160% síðast­liðin fimm ár og hefur raf­tækja­verslunin verið að nýta sér með­byrinn til að styrkja efna­hags­reikninginn.

Gengi GameStop hefur hækkað um 110% síðast­liðinn mánuð eftir að Keith Gill, sem gengur undir nafninu „Roaring Kitty“ á Youtu­be og skrifar undir nafninu „DeepF—ing¬Valu­e” á Reddit, kom úr sam­fé­lags­miðla­dvala.

Gill átti stóran þátt í að koma genginu á stjarn­fræði­legt flug árið 2021 en honum hefur tekist að gera slíkt hið sama í ár.

Árið 2021 nýtti GameStop sér gengis­hækkunina til að með því að ráðast í hluta­fjár­aukningu en raf­tækja­verslunin seldi 45 milljón hluti fyrir 933 milljónir Banda­ríkja­dali. GameStop nýtti fjár­magnið til að borga niður skuldir en í dag er GameStop með um 50 milljónir dala í vaxta­tekjur á árinu og nær engar vaxta­berandi skuldir.

Síðast­liðinn föstu­dag greindi verslunin fjár­festum frá því að önnur hluta­fjár­aukning væri á döfinni en Gamestop hyggst selja 75 milljón hluti, sem ef miðað er við dagsloka­gengi mánu­dagsins eru um 1,9 milljarða dala virði.

Sam­kvæmt Financial Times hafa fyrir­tæki með svo­kölluð jarm­bréf (e. meme stocks) verið að nýta sér hluta­fjár­aukningar til að sækja fé eftir mikla gengis­hækkun sem er oft í engu sam­ræmi við hagnað eða tekjur.

Það liggur hins vegar ekki fyrir hvað GameStop ætlar að gera við tvo milljarðana sem það hyggst sækja með því að auka hluta­fé sitt en sam­kvæmt heimildum FT er raf­tækja­verslunin ekki að í­huga að fara í yfir­tökur.

Ryan Cohen, forstjóri GameStop og Keith Gill öðru nafni Roaring Kitty,
© Samsett (SAMSETT)

Á föstu­daginn birti GameStop árs­hluta­upp­gjör en tekjur fyrir­tækisins á fyrsta árs­fjórðungi drógust saman um 29% miðað við árið á undan og námu 882 milljónum dala.

Á sama tíma átti fyrir­tækið um 1 milljarð í hand­bæru fé og verð­bréfum. Hand­bært fé fé­lagsins yrði því um 3 milljarðar banda­ríkja­dalir eftir hluta­fjár­aukninguna.

Að sögn FT er for­stjóri fyrir­tækisins, Ryan Cohen, ekki að hugsa um að sækja fram heldur sé fyrir­tækið að vinna í því að draga úr kostnaði og ná sem mestu úr nú­verandi tekju­stofnum.