JP Morgan Chase og HSBC framkvæmdu millifærslur fyrir fyrirtæki í Afríku sem stjórnuð voru af rússneska málaliðanum og fyrrum eiganda Wagner, Yevgeny Prigozhin, áður en hann lést. Samkvæmt FT vissu bankarnir ekki að fyrirtækin væru á hans vegum.

Skjöl sem bárust varnamálaskrifstofunni C4ADS í Washington sýna að árið 2017 hafi súdanskt fyrirtæki í eigu Prigozhin keypt iðnaðarvörur frá Kína í gegnum vestrænan banka.

JP Morgan Chase og HSBC framkvæmdu millifærslur fyrir fyrirtæki í Afríku sem stjórnuð voru af rússneska málaliðanum og fyrrum eiganda Wagner, Yevgeny Prigozhin, áður en hann lést. Samkvæmt FT vissu bankarnir ekki að fyrirtækin væru á hans vegum.

Skjöl sem bárust varnamálaskrifstofunni C4ADS í Washington sýna að árið 2017 hafi súdanskt fyrirtæki í eigu Prigozhin keypt iðnaðarvörur frá Kína í gegnum vestrænan banka.

Þá sýna skjölin hvernig Prigozhin tókst að stofna alþjóðlegt glæpaveldi með notkun greiðslukerfa hjá vestrænum fjármálastofnunum. Eitt dæmi frá 2017 sýndi millifærslu frá Meroe Gold, súdansku námufyrirtæki í eigu Wagner, til seljanda í Kína sem fór í gegnum JP Morgan Chase í New York.

Annar reikningur frá sama ári sýnir að sama fyrirtækið hafi greitt fyrir dísilrafstöðvar og varahluti til kínversks fyrirtækis í gegnum Hang Seng Bank, sem er hluti af HSBC Group.