Bandarískir TikTok-notendur hafa undanfarna daga verið að flytja sig yfir á kínverska snjallforritið RedNote í ljósi þess að TikTok gæti endað á því að vera bannað í landinu eftir nokkra daga.

Notendur hafa kallað sig TikTok-flóttamenn en RedNote, eða 小红书 (e. Litla rauða bókin), var í gær mest niðurhlaðna smáforritið í Bandaríkjunum í Apple App Store.

RedNote er með rúmlega 300 milljónir notenda í hverjum mánuði og er nokkurs konar bland af TikTok og Instagram. Forritið er vinsælt hjá ungu fólki í Kína, Taívan og öðrum notendum í kínverskumælandi þjóðum.

Móðurfyrirtæki TikTok, ByteDance, hefur ítrekað sagt að það muni ekki selja starfsemi sína í Bandaríkjunum og hafa lögfræðingar þess varað við því að bann myndi brjóta í bága við málfrelsi þeirra 170 milljón notenda í Bandaríkjunum