Viðskiptamogginn segir frá því að Novator ehf., sem er að mestu í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hyggist greiða 3,4 milljarða í arð vegna rekstrarársins í fyrra.

Hagnaður félagsins í fyrra nam rúmum 7,6 milljörðum króna, en í ársreikningi þess kemur fram að stórar eignir hafi verið seldar í upphafi árs, þeirra á meðal eignarhlutir í Nova, CCP og Novator F11, en seinni tveir hlutirnir voru seldir til tengds aðila.

Rekstrartekjur voru tæpir 8 milljarðar, og komu svo til allar frá sölu hlutabréfa, en í fyrra voru þær aðeins rúmar 400 milljónir.

Novator F11 átti húsið að fríkirkjuvegi 11, en samtals nam söluverð þess félags og hlutarins í Nova 10 milljörðum króna, sem skilaði 7,7 milljarða króna söluhagnaði.