Líftryggingafélagið NOVIS hefur sent frá sér tilkynningu í tengslum við ákvörðun Seðlabanka Slóvakíu um að afturkalla starfsleyfi þess. NOVIS segir að seðlabankinn hafi hunsað bæði upplýsingar sem félagið sendi inn, sem og sérfræðiálit utanaðkomandi dómara.
„Öll gögn sem NOVIS sendi til NBS (Seðlabanka Slóvakíu) voru hunsuð. Sérfræðiálit dómssérfræðings frá Vínarborg var einnig hunsað en hann ásakar seðlabankann um fölsun við þessa málsmeðferð,“ segir í tilkynningu.
NOVIS er sannfært um að ákvörðun NBS sé röng og byggð á gölluðum staðreyndum. Tryggingafélagið segist vera að undirbúa lögsókn til að reyna fresta gildi ákvörðunar og bætir við að ekkert muni breytast fyrir núverandi viðskiptavini.
„Í samræmi við ákvörðun NBS hefur NOVIS ekki heimild til að gera nýja vátryggingarsamninga, en ekkert breytist fyrir núverandi viðskiptavini. Þeir viðskiptavinir njóta enn tryggingarvernd sem og iðgjaldsskyldu.“
Hákon Hákonarson, framkvæmdastjóri Tryggingar og ráðgjöf, sem fer með NOVIS á Íslandi sagði í samtali við Kjarnann í byrjun árs 2022 að félagið hefði selt tryggingar frá NOVIS til tíu þúsund manns.