Danska lyfjafyrirtækið Novo Nordisk varð verðmætasta fyrirtæki Evrópu undir lok síðasta árs hefur nú fest kaup á þýska líftæknilyfjafyrirtækinu Cardior Pharmaceuticals.

Kaupverðið er milljarður evra eða sem nemur 150 milljörðum króna. Novo Nordisk hefur vaxið gríðarlega síðustu misseri vegna sölu á sykursýkislyfinu Ozempic og þyngdarstjórnunarlyfinu Wegovy. Sem dæmi jukust tekjur félagsins um 37% á fjórða ársfjórðungi síðasta árs og námu 1.311 milljörðum króna.

Með kaupunum á Cardior Pharmaceuticals er Novo Nordisk að breikka lyfjaframboðið því þýska fyrirtækið hefur þróað lyf við hjartasjúkdómum, svokölluð RNA-lyf eða ríbósakjarnsýrulyf (e. rbonucleic acid – RNA). Með kaupunum er forsvarsmenn Novo Nordisk auka þekkingu innan fyrirtækisins á RNA.

Árið 2021 keypti Novo Nordisk líftæknifyrirtækið Dicerna Pharmaceuticals á 3,3 milljarða dollara eða tæplega 500 milljarða króna.