Hópur af kaþólskum nunnum, sem jafn­framt eru hlut­hafar í skot­vopna­fram­leiðandanum Smith & Wes­son, hefur stofnað mál­sóknar­fé­lag gegn hlut­hafa gegn fyrir­tækinu.

Nunnurnar stefndu skot­vopna­fram­leiðandanum, sem er skráður á markað, í N­evada-ríki en sam­kvæmt kæru­gögnum halda nunnurnar því fram að stjórn fyrir­tækisins sé ekki að starfa með hag hlut­hafa fyrir brjósti.

Mál­sóknin krefst þess að fyrir­tækið breyti um stefnu í tengslum við fram­leiðslu og markaðs­setningu á AR-15 rifflinum sem hefur verið notaður marg­sinnis til fjölda­morða í Banda­ríkjunum.

Hópur af kaþólskum nunnum, sem jafn­framt eru hlut­hafar í skot­vopna­fram­leiðandanum Smith & Wes­son, hefur stofnað mál­sóknar­fé­lag gegn hlut­hafa gegn fyrir­tækinu.

Nunnurnar stefndu skot­vopna­fram­leiðandanum, sem er skráður á markað, í N­evada-ríki en sam­kvæmt kæru­gögnum halda nunnurnar því fram að stjórn fyrir­tækisins sé ekki að starfa með hag hlut­hafa fyrir brjósti.

Mál­sóknin krefst þess að fyrir­tækið breyti um stefnu í tengslum við fram­leiðslu og markaðs­setningu á AR-15 rifflinum sem hefur verið notaður marg­sinnis til fjölda­morða í Banda­ríkjunum.

Nunnurnar halda því fram að stjórn og for­svars­menn fyrir­tækisins hafi brotið á skyldum sínum með því að taka ekki á vandanum og þar með skaðað hlut­hafa.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal eru mál­sóknir hlut­hafa gegn skráðum fé­lögum mjög al­gengar en þetta mun þó vera í fyrsta sinn sem hlut­hafar í skot­vopna­fyrir­tæki krefjast breytinga á hvernig skot­vopn eru fram­leidd og markaðs­sett.

AR-15 riffill Smith&Wesson
AR-15 riffill Smith&Wesson

Nunnurnar eru minni­hluta­eig­endur í Smith & Wes­son og eiga ekki nema 1000 hluti sem sam­svarar um 14 þúsund dölum miðað við gengi dagsins.

Hluta­bréf í Smith & Wes­son hafa hækkað um 60% á árinu.