Jensen Huang, forstjóri og stofnandi Nvidia, kynnti næstu kynslóð skjákorta á hinni árlegu tæknisýningu í Las Vegas.

Tæknin notast við gervigreind frá Blackwell sem Nvidia hyggst nýta til að búa til stafrænar myndir í kvikmyndagæðum.

Skjákortin munu kosta á bilinu 549 til tvö þúsund dali (76 þúsund til 278 þúsund krónur) og verða með tvöfalt meiri hraða en forverar þeirra. Huang sýndi einnig í rauntíma hvernig hin nákvæma grafík myndi líta út.

Hlutabréf Nvidia tóku einnig stökk í gær í aðdraganda ávarpsins en Huang eyddi fyrri hluta ræðu sinnar í að tala um sögu félagsins. Nvidia var stofnað árið 1993 og var upphaflega þekkt fyrir framleiðslu tölvukubba sem tengdust grafík fyrir tölvuleiki.