Eftir nánast linnu­lausar hækkanir síðustu viku lækkuðu helstu úr­vals­vísi­tölur Banda­ríkjanna í gær.

S&P 500 lækkaði um 0,3% eftir að hafa náð 5500 stigum yfir daginn á meðan Nas­daq lækkaði um 0,8%.

Eftir nánast linnu­lausar hækkanir síðustu viku lækkuðu helstu úr­vals­vísi­tölur Banda­ríkjanna í gær.

S&P 500 lækkaði um 0,3% eftir að hafa náð 5500 stigum yfir daginn á meðan Nas­daq lækkaði um 0,8%.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal hafði Nvidia á­hrif á markaðinn í gær en gengi ör­flögu­fram­leiðandans lækkaði um 3,5% og hafði þannig á­hrif á Nas­daq og S&P 500.

Nvidia hefur verið á miklu skriði síðustu mánuði og hefur hluta­bréfa­verð fyrir­tækisins hækkað um tæp­lega 172% á árinu.

Markaðs­virði fé­lagsins fór ný­verið yfir 3,3 þúsund milljarða dala sem gerði Nvidia að verð­mætasta fyrir­tæki í heimi.