Bandaríski örflöguframleiðandinn Nvidia er orðið verðmætasta fyrirtæki heims eftir meira en 3% hækkun á hlutabréfaverði félagsins í dag. Nvidia hefur þar með tekið fram úr Microsoft og Apple á mælikvarða markaðsvirðis.

Hlutabréfaverð Nvidia hefur hækkað um tæplega 180% í ár og er markaðsvirði markaðsvirði félagsins komið yfir 3,3 þúsund milljarða dala.

Bandaríski örflöguframleiðandinn Nvidia er orðið verðmætasta fyrirtæki heims eftir meira en 3% hækkun á hlutabréfaverði félagsins í dag. Nvidia hefur þar með tekið fram úr Microsoft og Apple á mælikvarða markaðsvirðis.

Hlutabréfaverð Nvidia hefur hækkað um tæplega 180% í ár og er markaðsvirði markaðsvirði félagsins komið yfir 3,3 þúsund milljarða dala.

Í umfjöllun Financial Times kemur fram að hækkun á hlutabréfaverði Nvidia skýrir um þriðjung af 14% hækkuninni á hlutabréfavísitölunni S&P 500 það sem af er ári.

Nvidia hefur notið góðs af gríðarlegri eftirspurn eftir örflögum sem nýtast þjálfun og keyrslu gervigreindarlíkana á borð við ChatGPT. Forstjóri félagsins, Jensen Huang, hefur lýst því yfir að fyrirtækið sé fremst í flokki þegar kemur að nýrri „iðnbyltingu“, með því að leysa úr læðingi krafta spunagreindar.