Nýr vefmiðill fór í loftið í vikunni sem ber heitið Herferð en miðillinn er tileinkaður skapandi markaðsmálum og auglýsingaiðnaðinum á Íslandi.

Á Herferð verður fjallað um allt sem fellur undir breitt svið markaðsmála og býðst fagfólki að senda inn verkefni sín þar til umfjöllunar að kostnaðarlausu. Þar að auki verða pistlar ásamt ritstýrðu efni svo sem viðtöl við markaðsþenkjandi stjórnendur og fleira.

Nýr vefmiðill fór í loftið í vikunni sem ber heitið Herferð en miðillinn er tileinkaður skapandi markaðsmálum og auglýsingaiðnaðinum á Íslandi.

Á Herferð verður fjallað um allt sem fellur undir breitt svið markaðsmála og býðst fagfólki að senda inn verkefni sín þar til umfjöllunar að kostnaðarlausu. Þar að auki verða pistlar ásamt ritstýrðu efni svo sem viðtöl við markaðsþenkjandi stjórnendur og fleira.

Að Herferð standa þær Anna Margrét Gunnarsdóttir og Erna Hreinsdóttir. Báðar hafa þær fjölbreyttan bakgrunn í fjölmiðlum, markaðsmálum og almannatengslum, bæði á Íslandi og erlendis.

Þær störfuðu saman um hríð í ritstjórn tímaritsins Nýs Lífs sem var og hét og hafa unnið saman að ýmsum verkefnum síðan. Anna Margrét er sérfræðingur í fyrirtækjasamskiptum og rekur Altso ráðgjöf og Erna rekur vörumerkja- og vefstúdíóið Blóð sem sérhæfir sig í að efla ásýnd vörumerkja á netinu hérlendis og erlendis.

Fyrsti viðmælandi var Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, en hann ræddi meðal annars um mikilvægi markaðsmála ásamt útflutningsáætlunum fyrirtækisins.

Í tilkynningu segir að markmið miðilsins sé að styrkja ásýnd og umfjöllun um skapandi markaðs- og auglýsingamál á Íslandi og stuðla að því að markaðsfólk geti orðið enn áhrifameira afl í íslensku viðskiptalífi.

Sambærilega miðla má finna erlendis, til að mynda AdWeek, The Drum og Kampanje.