Aðal­fundur Lands­virkjunar samþykkti í dag til­lögu stjórnar um 25 milljarða króna arð­greiðslu í ríkis­sjóð.

Saman­lagður arður vegna rekstraráranna 2021 til 2024 nemur um 90 milljörðum króna.

Þá var kjörin ný stjórn er öllum stjórnar­mönnum Lands­virkjunar var skipt út.

Fjár­mála- og efna­hags­ráðherra gerði til­lögu um aðal­menn og vara­menn í stjórn Lands­virkjunar, í samræmi við reglur um val á ein­stak­lingum til stjórnar­setu í ríkis­fyrir­tækjum.

Nýr for­maður stjórnar er Brynja Baldurs­dóttir. Aðrir stjórnar­menn eru Berg­lind Ás­geirs­dóttir, Sigurður Magnús Garðars­son, Hörður Þór­halls­son og Þór­dís Inga­dóttir.

Vara­menn í stjórn Lands­virkjunar eru Agni Ás­geirs­son, Björn Ingi­mars­son, Elva Rakel Jóns­dóttir, Eggert Bene­dikt Guð­munds­son og Stefanía Nindel.