Starbucks segist vera að notast við nýja tækni til að flýta fyrir þeim biðtíma sem viðskiptavinir kaffikeðjunnar glíma oft við. Á vef WSJ segir að tilraunaverkefnið hafi þegar sýnt sig og hefur meðalbiðtími nú verið styttur um tvær mínútur.

Nýja aðferðin notast við ákveðið reiknirit sem raðar pöntunum með skilvirkni og hraða að leiðarljósi. Tæknin er frábrugðin þeirri hefðbundnu afgreiðsluaðferð Starbucks þar sem pantanir eru afgreiddar eftir því hver pantar fyrst.

Brian Niccol, forstjóri Starbucks sem tók við stöðunni í september í fyrra, hefur sagt að Starbucks þurfi að einblína meira á hraðari þjónustu, sérstaklega á morgnana þegar mikil umferð er á veitingastöðum keðjunnar.

Hann greindi frá því fyrr á þessu ári að um helmingur allra pantana á Starbucks tæki lengri en fjórar mínútur að afgreiða. Pantanir sem fóru fram í gegnum snjallsíma tóku þá að meðaltali um mínútur að afgreiða.

Vonir eru um að reikniritið muni leysa þetta vandamál og flýta fyrir pöntunum með því að raða betur pöntunum sem berast í gegnum afgreiðsluborð, bílalúgur og snjallsíma.