Fasteignavefurinn Fastinn er kominn í hendur nýrra eigenda. Þau Theódór Magnússon og Snorri Már, stofnendur Markend og Sylvía Briem og Emil Jóhannsson, stofnendur Steindal ásamt Friðjóni Hólmbertssyni hafa keypt vefinn af Atla Björgvin Oddssyni.

Fastinn var standsettur árið 2014 af Atla með það að markmiði að auðvelda honum sjálfum eigin fasteignakaup.

„Hann ætlaði að kaupa sér eign og fannst ekki nógu þægilegt að fylgjast með fasteignamarkaðnum á þáverandi síðum svo hann smíðaði þennan vef fyrir sig. Smám saman spurðist vefurinn út og varð með tíma einn helsti vefur fyrir fagaðila, fasteignasala, fjárfesta og áhugafólk um fasteignamarkaðinn.” segir Theódór.

Theódór segir að þrátt fyrir að vefurinn hafi aldrei verið auglýstur hafi Fastinn náð yfir 800.000 flettingum á mánuði með orðsporinu einu saman.

„Þessi velgengni undirstrikar hversu mikilvægur vefurinn er á markaðnum og möguleikana sem liggja fyrir höndum. Í dag erum við með um 80.000 notendur á mánuði sem nota vefinn talsvert mikið.”

Atli Björgvin Oddsson smíðaði fasteignavefinn Fastann og setti hann í loftið árið 2014.
© Aðsend/HAG (Aðsend/HAG)

Upplýsingaöflun fyrir kaupendur og aukið gagnsæi

„Það er komin 10 ára reynsla af vefnum og þróunin sem við höfum staðið að frá kaupum er að bæta notendaupplifun, auka gagnagreiningu og tengja mismunandi fasteignagögn betur saman,” segir Theódór. „Síðan var engu að síður mjög nothæf en líka mjög hrá.”

Theódór segir að nýjir eigendur vilji halda þessum hráleika eins mikið og hægt er, enda er um algjöra upplýsingaveitu að ræða, en jafnframt að hagnýta gögnin sem liggja fyrir eins mikið og unnt er.

„Við vinnum nú að því að uppfæra Fastann með nýjustu tækni til að tryggja að vefurinn haldi áfram að vera leiðandi á markaði. Með því að nýta okkur kraft gervigreindar og háþróaðrar gagnagreiningar munum við bæta flokkun og framsetningu gagna.”

Framtíð Fastans

„Teymið vinnur hörðum höndum í dag að eiginleikum á borði við verðmat eigna, greiningu eigna með gervigreind og framtíðarspeki fasteignaverða svo fáeitt sé nefnt. En möguleikarnar eru hreint út sagt óendanlegir og áhuginn virkilegur hjá teyminu á að gefa þessi atriði út á vefnum,” segir Theódór að lokum.

Á Fastinn.is er hægt að skoða nýjar og gamlar fasteignaauglýsingar.