Í byrjun júlí tóku nýir eigendur við rekstri Kjöthallarinnar í Skipholti 70 en það voru hjónin Jóhann Ingi Jóhannsson og Sólveig Lára Kjærnested ásamt Elvari Þór Alfreðssyni.
Bræðurnir Sveinn og Björn Christenssynir voru þá að íhuga að selja starfsemina en óljóst var hver myndi taka við keflinu. Þar var svo ákveðið að Jóhann myndi taka við enda er hann vel kunnugur þar á bæ.
„Það að fara í svona sérvöruverslun, sérstaklega fyrir sælkera og fólk sem vill gott hráefni, er mjög notalegt og gaman. Það að geta farið inn þar sem fólk þekkir mann og heilsar upp á manni er einstök upplifun. Þetta er ákveðin þjónusta sem finnst kannski ekki alls staðar.“
Jóhann ætlar sér þó ekki að leggjast í neinar stórfelldar breytingar en mun þó nútímavæða ákveðna hluti eins og afgreiðslukerfið. Strikamerki verða til að mynda prentuð út þegar búið er að vigta kjötið og svo er hugmynd um að fá stafræna skjái sem sýna tilboð og verð í rauntíma.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.