Nýja bíó í Strandgötu við Ráðhústorg á Akureyri er nú komið á sölu fyrir 290 milljónir króna. Bíóhúsið var byggt árið 1929 og hefur verið eina kvikmyndahúsið á Akureyri eftir að Borgarbíó lokaði þar fyrir tveimur árum.

RÚV greinir frá þessu og segir Björn Ásberg Árnason, framkvæmdastjóri Sambíóanna, í samtali við ruv.is að ákvörðunin hafi komið í kjölfar heimsfaraldurs og verkfalla í Hollywood.

Reksturinn hafi þá gengið erfiðlega í gegnum Covid en Björn vonast til að rekstur kvikmyndahúsa verði kominn í sama horf og hann var fyrir faraldur á næsta ári.

Hann vonast þó til að heimamenn fyrir norðan geti tekið við rekstrinum og gert það betur en Sambíóin, sem hafa hingað til fjarstýrt rekstrinum frá Reykjavík.