Danska lyfja­fyrir­tækið Novo Nor­disk hefur birt jákvæðar rannsóknarniður­stöður úr til­raun með nýja þyngdar­stjórnunar­lyfið sitt, amycretin, sem gæti orðið mikilvægur liður í baráttunni gegn of­fitu sam­kvæmt Børsen.

Sjúklingar í klínískri rannsókn náðu um 22% þyngdar­tapi á 36 vikum er þeir tóku há­marks­skammt af lyfinu.

Novo Nor­disk greindi dönsku kaup­höllinni frá niður­stöðunum fyrir opnun markaða og hafa hluta­bréf féla­gas hækkað um meira en 11% í við­skiptum dagsins.

Niður­stöðurnar setja amycretin í beina sam­keppni við annað lyf Novo Nor­disk, Ca­grisema, sem er einnig í þróun.

Ca­grisema sýndi aðeins hærra þyngdar­tap, eða 22,7%, en tók sjúklinga mun lengri tíma eða 68 vikur að ná þeim árangri.

Rannsóknarniður­stöður dagsins gefa fjár­festum traust um að Novo Nor­disk sé á réttri leið í þróun næstu kynslóðar þyngdar­stjórnunar­lyfja en niður­stöðurnar með Ca­grisema voru von­brigði.

Hluta­bréfa­verð Novo Nor­disk féll um 21% í desember eftir niður­stöðurnar.

Holst Lang­e hefur áður sagt að vonir standi til að amycretin nái að fram­kalla minnst 25% þyngdar­tap, mögu­lega um­fram árangur Ca­grisema.

„Við gerum ráð fyrir að amycretin geti náð að minnsta kosti sama árangri og Ca­grisema. Hvort það verði aðeins meira eða minna get ég ekki sagt fyrr en við höfum gögnin í höndunum,“ sagði hann við Børsen í septem­ber.