Öldungadeildarþingmaðurinn Elizabeth Warren hefur lagt fram ítarlegt 31 blaðsíðna bréf þar sem hún lýsir yfir áhyggjum sínum af milljarðamæringnum og vogunarsjóðsstjóranum Scott Bessent, sem hefur verið tilnefndur fjármálaráðherra Trump-stjórnarinnar.

Listinn inniheldur meira en 180 spurningar og fjallar um fjölbreytt málefni, þar á meðal skattamál, eftirlit með fjármálafyrirtækjum, peningaþvætti og siðferðislegar áhyggjur tengdar viðskiptahagsmunum Bessent.

Í bréfinu kemur fram að ekkert sé vitað um afstöðu Bessent til lykilmála innan fjármálaráðuneytisins, sem Warren telur mikilvægt að hann skýri frá áður en hann tekur við embætti.

Yfirheyrslur Öldungadeildar fara fram síðar í þessari viku. Bessent stofnaði og rekur Key Square Capital Management en þar áður vann hann hjá Soros Fund Management sem fjárfestirinn George Soros stofnaði.

Hann efnaðist á tíunda áratug síðustu aldar er hann og Soros veðjuðu gegn breska pundinu og japanska jeninu árið 1992. Hann sagði starfi sínu lausu hjá Soros árið 2000 og fór í einkarekstur. Hann stórgræddi aftur árið 2013 með því að skortselja jenið.