Brian Niccol, sem ný­verið tók við sem for­stjóri Star­bucks, segir í sínu fyrsta bréfi til hlut­hafa að hann stefni að því að gera miklar breytingar á kaffi­húsum keðjunnar í Banda­ríkjunum.

Að hans mati þurfa kaffi­hús Star­bucks að vera vina­legri og þarf keðjan að ein­blína á að fá fólk til að verja tíma á þeim fremur en að allir séu að bíða í röðum til þess að yfir­gefa staðinn með kaffi í hendinni.

Í bréfinu, sem The Wall Street Journal greinir frá, segir hann einnig að mikil­vægt sé að tryggja kaffi­bar­þjónum tíma til að sinna við­skipta­vinum þannig pantanir séu að skila sér á réttum tíma. Þannig getur keðjan forðast ör­tröð sem myndast á morgnana.

Hann segir mikil­vægt að keðjan finni jafn­vægi milli þess að bjóða fólki upp á ró­legan stað til að slaka á og að sinna þeim sem vilja fá kaffi­bollann sinn með hraði á leið í vinnuna.

Þá segir hann mat­seðla Star­bucks of ruglings­lega og lítið sam­ræmi í vöru­úr­vali eftir stöðum.

Sam­kvæmt WSJ er Niccol að svara á­hyggjum fjár­festa í bréfinu en ör­tröðin á morgnana hefur haft nei­kvæð á­hrif á fyrir­tækið. Við­skipta­vinir eru byrjaðir að leita annað og síðan hefur gengið illa að finna starfs­fólk sem vill starfa í slíkri ringul­reið.

Niccol er fjórði for­stjóri Star­bucks á þremur árum en hann var áður for­stjóri Chi­pot­le Mexi­can Grill frá árinu 2018. Hluta­bréfa­verð Chi­pot­le hækkaði um 800% í stjórnar­tíð Niccol.

Starbucks kaffihúsakeðjan mun opna dyr sínar á Íslandi á næsta ári samkvæmt malasíska félaginu Berjaya Food International sem hefur tryggt sér rekstrarleyfi til þess að opna og reka Starbucks kaffihús á Íslandi, Danmörku og Finnlandi.