Baldur Hrafn Vilmundarson stofnaði hugbúnaðarlausnina Winn fyrr á þessu ári ásamt eiginkonu hans, Reine-Eloise. Baldur er með bakgrunn í heimspeki, viðskiptum og fjármálum og Reine-Eloise er menntuð í hagfræði og markaðsfræðum.

Hugmyndin um Winn kom fyrst upp þegar Reine-Eloise flutti til Íslands frá Brussel, uppeldisborg Baldurs.

„Hún hafði mikið verið að nýta sér smáforritið Alfreð til að finna sér vinnu og í samtölum okkar vaknaði upp sú spurningin hvort það væri mögulegt rými fyrir nýjan leikmann með öðruvísi nálgun á þessum markaði,“ segir Baldur.

Hann segir að þau hafi viljað bjóða upp á ferskan valkost, rétt eins og Pepsi, sem viðheldur eigin plássi við hlið Coca-Cola. Áður en langt um leið voru þau bæði búin að setja upp rekstraráætlun, eigið vörumerki og voru jafnframt búin að fjárfesta í forritun.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast um fjöllunina í heild sinni hér.