Landsvirkjun hefur verið með BBB+ lánshæfismat hjá Standard&Poor‘s frá árinu 2021, en fékk nýlega jákvæðar horfur á lánshæfismatið. Landsvirkjun er í dag með sama lánshæfismat hjá S&P og sænska orkufélagið Vattenfall og Ørsted frá Danmörku. Þá er Landsvirkjun einum flokki ofar en Fortum frá Finnlandi en einum flokki fyrir neðan norsku orkufyrirtækin sem eru í A flokki.

„Við erum núna með betra lánshæfismat en íslensku bankarnir. Með jákvæðar horfur ættum við að öllu jöfnu að fara upp í A- í næstu ákvörðun, svo lengi sem lánshæfiseinkunn ríkissjóðs hækkar og skuldakennitölur Landsvirkjunar halda áfram að batna. Lánshæfismatið undirstrikar árangur þess sem við höfum verið að gera undanfarið og hyggjumst halda áfram, með að tryggja undirstöður fyrirtækisins með því að lækka skuldir og bæta við okkur fjölbreyttari viðskiptavinum," segir Rafnar Lárusson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landsvirkjunar.

Landsvirkjun hefur verið með BBB+ lánshæfismat hjá Standard&Poor‘s frá árinu 2021, en fékk nýlega jákvæðar horfur á lánshæfismatið. Landsvirkjun er í dag með sama lánshæfismat hjá S&P og sænska orkufélagið Vattenfall og Ørsted frá Danmörku. Þá er Landsvirkjun einum flokki ofar en Fortum frá Finnlandi en einum flokki fyrir neðan norsku orkufyrirtækin sem eru í A flokki.

„Við erum núna með betra lánshæfismat en íslensku bankarnir. Með jákvæðar horfur ættum við að öllu jöfnu að fara upp í A- í næstu ákvörðun, svo lengi sem lánshæfiseinkunn ríkissjóðs hækkar og skuldakennitölur Landsvirkjunar halda áfram að batna. Lánshæfismatið undirstrikar árangur þess sem við höfum verið að gera undanfarið og hyggjumst halda áfram, með að tryggja undirstöður fyrirtækisins með því að lækka skuldir og bæta við okkur fjölbreyttari viðskiptavinum," segir Rafnar Lárusson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landsvirkjunar.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

Landsvirkjun gekk nýlega frá samningum um lánalínu upp á 125 milljónir dala í stað eldri lánalínu upp á 150 milljónir dala. Kjörin eru tengd árangri Landsvirkjunar í umhverfismálum, þ.e. hvort fyrirtækið nái kolefnishlutleysi fyrir árslok 2025 og hætti að kaupa jarðefnaeldsneyti árið 2030.

„Aðgengi okkar að fjármagni er mjög gott í dag. Við sóttum hér áður fyrr mikið til Evrópu. Frá og með 2018 fórum við að horfa til Bandaríkjanna og sækjum við allt okkar fjármagn þangað í dag. Við vorum meðal fyrstu orkufyrirtækja til að gefa út græn skuldabréf í Bandaríkjunum, en þannig höfum við tengt öll okkar lán síðustu ár.“

Nánar er rætt við Rafnar Lárusson, framkvæmdastjóra fjármálasviðs hjá Landsvirkjun, í Viðskiptablaðinu sem kom út 7. júlí síðastliðinn.