Óánægja vegna húsnæðiskostnaðar hefur aukist töluvert á undanförnum árum og aldrei mælst meiri í OECD löndum. Financial Times greinir frá.
Helmingur svarenda í OECD löndum sagðist óánægður með aðgengi að húsnæði á viðráðanlegu verði, samkvæmt niðurstöðum árlegrar könnunar Gallup Analytics fyrir árið 2023. Könnunin byggir á svörum frá 37 þúsund manns í 37 aðildarríkjum OECD.
Óánægja vegna húsnæðiskostnaðar hefur aukist töluvert á undanförnum árum og aldrei mælst meiri í OECD löndum. Financial Times greinir frá.
Helmingur svarenda í OECD löndum sagðist óánægður með aðgengi að húsnæði á viðráðanlegu verði, samkvæmt niðurstöðum árlegrar könnunar Gallup Analytics fyrir árið 2023. Könnunin byggir á svörum frá 37 þúsund manns í 37 aðildarríkjum OECD.
Hlutfall svarenda sem eru óánægðir með húsnæðismarkaðinn í heimalandi sínu hefur hækkað hratt frá því að flestir seðlabankar byrjuðu að hækka vexti fyrir tveimur til þremur árum til að ná tökum á verðbólgu.
Óánægjan er mest meðal fólks undir þrítugu (56%) og hjá fólki á aldursbilinu 30-49 ára (55%).
Til samanburðar mældist óánægja með heilbrigðiskerfi, menntun og almenningssamgöngur í krinm 30% og hefur hlutfallið í þessum flokkum tiltölulega lítið breyst á síðustu árum.
Vaxandi óánægja í Þýskalandi og á Spáni
Búið er að birta gögn fyrir nokkur lönd fyrir árið 2024. Hlutfall svarenda í Þýskalandi sem sögðust óánægðir með aðgengi að húsnæði á viðráðanlegu verði hækkaði úr 42% í 46% milli ára og hefur aldrei mælst hærra. Hlutfallið er um tvöfalt hærra en árið 2012.
Á Spáni mældist hlutfallið 62% í ár og hefur það ekki verið hærra síðan í fjármálahruninu árið 2008.
Gæti haft áhrif á forsetakosningarnar
Í umfjöllun FT segir að þrátt fyrir hærra vaxtarstig hafi stuðlað að lægra fasteignaverði í nokkrum Evrópulöndum þá sé húsnæðisverð almennt enn mun dýrara en fyrir Covid-faraldurinn, jafnvel þegar búið er að leiðrétta fyrir hærri fjármagnskostnaði.
Húsnæðisverð í Bandaríkjunum hefur hækkað talsvert þrátt fyrir vaxtahækkanir og er meðalverð nú um 38% hærra en þegar Joe Biden tók við forsetaembættinu í janúar 2021. Tæplega 60% svarenda í Bandaríkjunum sögðust vera óánægðir með aðgengi að húsnæði á viðráðanlegu verði.
Leiguverð hefur sömuleiðis hækkað umtalsvert á síðustu misserum í Bandaríkjunum og í Evrópu.
„Í grunninn þá höfum við ekki byggt nægjanlega mikið,“ er haft eftir William Adema, hagfræðingi á félagsmálastefnusviði OECD. Hann bætur við að fasteignaþróunarfélög einblína oft á uppbyggingu íbúða fyrir efnameiri sem hafi í sumum löndum ýtt frekar undir krefjandi stöðu láglaunafólks á húsnæðismarkaði.