Ítrekað hefur verið bent á brotalamir í tengslum við leyfisveitingar í sjókvíaeldi hér á landi. Í minnisblaði sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi tóku saman í mars 2020 kom fram að meðferð umsókna um starfs- og rekstrarleyfi í sjókvíaeldi hafi undantekningarlaust dregist langt umfram lögbundna fresti, sem þá voru sex mánuðir samkvæmt reglugerð.

Ferlið hafi tekið allt að 36 mánuði eða að jafnaði 16,4 mánuði hjá Umhverfisstofnun, og allt að 59 mánuði eða að jafnaði 22,8 mánuði hjá Matvælastofnun. Ákvæði um að umsóknir um starfs- og rekstrarleyfi skyldi afgreiða innan sex mánaða var ekki innleitt í nýrri reglugerð sem tók gildi í maí 2020.

Ítrekað hefur verið bent á brotalamir í tengslum við leyfisveitingar í sjókvíaeldi hér á landi. Í minnisblaði sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi tóku saman í mars 2020 kom fram að meðferð umsókna um starfs- og rekstrarleyfi í sjókvíaeldi hafi undantekningarlaust dregist langt umfram lögbundna fresti, sem þá voru sex mánuðir samkvæmt reglugerð.

Ferlið hafi tekið allt að 36 mánuði eða að jafnaði 16,4 mánuði hjá Umhverfisstofnun, og allt að 59 mánuði eða að jafnaði 22,8 mánuði hjá Matvælastofnun. Ákvæði um að umsóknir um starfs- og rekstrarleyfi skyldi afgreiða innan sex mánaða var ekki innleitt í nýrri reglugerð sem tók gildi í maí 2020.

Niðurstöður stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar, sem birtist í janúar síðastliðnum, voru að stjórnsýsla og eftirlit með sjókvíaeldi hafi reynst veikburða og brotakennd og vart í stakk búin til að takast á við aukin umsvif greinarinnar á síðustu árum.

Breytingum sem ætlað var að stuðla að vexti og viðgangi greinarinnar hafi ekki verið fylgt eftir með því að styrkja stjórnsýslu og eftirlit þeirra stofnanna sem mæddi mest á.

Þá hafi breytingar sem gerðar voru á lögum 2014 og 2019 að takmörkuðu leyti náð markmiðum sínum og við úttektina hafi komið í ljós að hvorki hagsmunaaðilar, viðkomandi ráðuneyti né þær stofnanir sem koma að stjórnsýslu sjókvíaeldis væru fyllilega sátt við stöðu mála og þann ramma sem stjórnsýslu og skipulagi sjókvíaeldis hafi verið markaður.

Í lok febrúar birti matvælaráðuneytið síðan skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group um stöðu og framtíð lagareldis hér á landi en lagareldi er yfirheiti yfir sjókvía-, land-, þörunga- og úthafseldi. Í skýrslunni er bent á að regluverk og umfang stjórnsýslu og eftirlits hafi ekki fylgt örum vexti greinarinnar. Það hafi leitt til óskilvirkni þegar kemur að fyrirsjáanleika, afgreiðsluhraða og gagnsæi leyfisveitinga.

Hvað sjókvíaeldi varðar sérstaklega snúa helstu áhættu- og óvissuþættir í framtíðinni að regluverki og umhverfislegum áskorunum.

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra greindi frá því í febrúar að fyrirhugað væri að birta drög að heildstæðri stefnu í samráðsgátt í september og frumvarp lagt fram á vorþingi 2024. Ætla má að báðar skýrslurnar verði til hliðsjónar við gerð frumvarpsins.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út síðastliðinn föstudag. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.