Seðlabanki Evrópu hefur ákveðið að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum í 3,75%, líkt og flestir markaðsaðilar bjuggust við.

Bankaráð Seðlabanka Evrópu gaf ekki skýr merki um hversu líklegt það væri að hann muni lækka vexti á næstu mánuðum. Í yfirlýsingu bankaráðsins segist það ekki vera búið að binda sig fyrirfram við tiltekna leið varðandi þróun vaxta.

Seðlabanki Evrópu hefur ákveðið að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum í 3,75%, líkt og flestir markaðsaðilar bjuggust við.

Bankaráð Seðlabanka Evrópu gaf ekki skýr merki um hversu líklegt það væri að hann muni lækka vexti á næstu mánuðum. Í yfirlýsingu bankaráðsins segist það ekki vera búið að binda sig fyrirfram við tiltekna leið varðandi þróun vaxta.

Verðbólga á evrusvæðinu mældist 2,5% júní og hjaðnaði lítillega frá fyrri mánuði en er áfram yfir 2% verðbólgumarkmiði seðlabankans.

Bankaráðið sagði að verðbólguþrýstingur af völdum launahækkana hefði dvínað. Almennur verðbólguþrýstingur væri þó enn mikill, m.a. vegna verðhækkana í þjónustugeirum. Bankaráðið gerir ráð fyrir að verðbólga verði yfir verðbólgumarkmiði seðlabankans langt inn á næsta ár.