Úr­vals­vísi­talan OMXI15 hækkaði um 1,62% í 4,1 milljarðs króna við­skiptum í dag. Lokagildi vísitölunnar var 2.480,37 krónur.

Hluta­bréfa­verð Ocu­lis hækkaði um 4,5% í 215 milljón króna veltu.

Dagsloka­gengi Ocu­lis var 2.300 krónur og hefur gengið hækkað um 14% síðastliðinn mánuð.

Hluta­bréf í Al­vot­ech hækkuðu einnig um 4,5% í 209 milljón króna veltu og var dagsloka­gengið 1.030 krónur á hlut.

Gengi Icelandair vænkaðist einnig í við­skiptum dagsins er hluta­bréfa­verð flug­félagsins fór upp 3,5% í 51 milljón króna veltu. Dagsloka­gengi Icelandair var 1,05 krónur á hlut.

Hluta­bréf í JBT Marel hækkuðu um 3% í lítilli veltu en gengið lokaði í 13.500 krónum á hlut.

Gengi Kviku banka hækkaði um rúm 2,2% í 389 milljón króna veltu. Dagsloka­gengi Kviku var 13,75 krónur.

Gengi Play lækkaði um rúm 2% í ör­við­skiptum. Dagsloka­gengi Play var 0,69 krónur.