Úrvalsvísitalan stóð nánast í stað í 2,2 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Tólf félög hækkuðu og níu lækkuðu í viðskiptum dagsins.
Vaxtarfélögin á aðalmarkaðnum – Oculis, Alvotech og Amaroq Minerals – hækkuðu mest af félögum aðalmarkaðarins. Gengi Oculis hækkaði mest eða um 3,9% í 68 milljóna veltu og stendur nú í 2.390 krónum á hlut.
Alvotech hækkaði næst mest eða um 3,4% í 130 milljóna veltu. Hlutabréfaverð félagsins stendur nú í 1.070 krónum á hlut og er um 40% lægra en í upphafi árs. Alvotech tilkynnti í morgun um að Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefði heimilað sölu Selarsdi hliðstæðunnar með útskiptileika við frumlyfið Stelara í Bandaríkjunum.
Auk Oculis og Alvotech þá hækkuðu hlutabréf Amaroq Minerals og flugfélaganna Icelandair og Play um meira en eitt prósent í dag.
Hlutabréf þriggja félaga lækkuðu um meira en eitt prósent í dag. Festi lækkaði mest aða um 2,7% í 135 milljóna veltu. Þar á eftir fylgdu Íslandsbanki og Arion banki en gengi tveggja lækkaði um 1,4% og 1,6% hvor um sig.