Augnlyfjaþróunarfélagið Oculis hefur lokið 100 milljóna sölutryggðu hlutafjárútboði, eða sem nemur 14 milljörðum króna. Umframeftirspurn var í útboðinu, að því er segir í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar.
Seldir voru 5.000.000 almennir hlutir, hver að nafnverði 0,01 CHF, á verðinu 20,00 dalir á hlut. Til samanburðar var dagslokagengi Oculis í gær 21,6 dalir á hlut.
Heildarafrakstur útboðsins nemur 100 milljónum dala, áður en dreginn er frá sölutryggingarafsláttur, þóknanir og útgjöld vegna útboðsins.
„Oculis hyggst nota nettó afrakstur útboðsins til að þróa og hraða klínískri þróunarvinnu, einkum þróun á taugaverndandi lyfinu Privosegtor (OCS-05), en einnig sem veltufé og í almennum rekstrarlegum tilgangi.“
Oculis gerir ráð fyrir uppgjöri útboðsins í kringum 18. febrúar 2025, með fyrirvara um að hefðbundin uppgjörsskilyrði verði uppfyllt.
BofA Securities og Leerink Partners eru sameiginlegir söluráðgjafar (e. joint bookrunning managers) útboðsins. Pareto Securities er ráðgjafi við útboðið. Arctica Finance veitir fjármálaráðgjöf við útboðið.