Dr. Danilo Zatta, höfundur bókarinnar The Pricing Model Re­volution og einn helsti sér­fræðingur heims um verð­lagningu, flutti erindi fyrir for­svars­menn hátt í þrjá­tíu ís­lenskra fyrir­tækja í danska sendi­ráðinu í lok októ­ber á vegum Valcon ráð­gjafar. Erindi Zatta hét „Hvernig á að auka hagnað með fram­úr­skarandi verð­lagningu“ en Zatta hefur starfað sem stjórnunar­ráð­gjafi í 20 ár hjá mörgum stærstu fyrir­tækjum heims.

Í sam­tali við Við­skipta­blaðið segir Zatta að þörfin fyrir rétta verð­lagningu og auknar tekjur hjá fyrir­tækjum hafi sjaldan verið meiri en nú­verandi efna­hags­á­stand, óða­verð­bólga og háir vextir, sé meðal annars á­stæðan fyrir því að danska ráð­gjafar­fyrir­tækið Valcon haldi fundinn fyrir ís­lensk fyrir­tæki.

„Ís­land er eyja sem glímir við óða­verð­bólgu um þessar mundir og þörfin fyrir auknar tekjur og betri EBITDA-afkomu hefur sjaldan verið meiri. Með smá­vægi­legum breytingum er hægt að ná þessum mark­miðum,“ segir Anders Worsøe Gantz­horn, með­eig­andi að Valcon og fyrir­tækja­ráð­gjafi til margra ára sem var með Zatta í för á Ís­landi. „Það ein­staka við betri verð­lagningu er að þú sérð árangur á skömmum tíma og við höfum verið að sjá fyrir­tæki auka tekjur sínar um 2 til 8 prósent á innan við sex vikna tíma­bili. Verð­lagning skilar sér líka einn á móti einum í hagnaði þar sem það er ekki verið að eiga við fram­leiðsluna heldur er verið að finna rétt virði vörunnar og breyta verðinu í sam­ræmi við það.“

Zatta segir að virði skipti mestu máli í verð­lagningu en fyrir­tæki og for­svars­menn þeirra van­meta oft virðið. „Að ná fram þessu virði með ný­stár­legri nálgun í verð­lagningu er for­senda árangurs,“ segir Zatta.

Spurður um hvers vegna hann hafi á­kveðið að ein­blína á verð­lagningu sem ævi­starf segist hann hafa unnið lengi sem ráð­gjafi tengdum sam­runum og yfir­tökum, niður­skurðar­að­gerðum og fleira en fátt hjálpar fyrir­tækjum að hagnast jafn mikið og verð­lagning. „Þetta er gefandi því þetta hjálpar fyrir­tækjum að vaxa og fjár­festa í fram­tíðinni fremur en að að­stoða fyrir­tæki við að draga saman seglin og ráðast í upp­sagnir.“

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði